Veður: 10,9/29,3° léttskýjað.
Það er oft talað um að það þurfi sérstaka mold og áburð fyrir hverja tegund af plöntum til að þær dafni, en slíkt á greinilega ekki við um þessa plöntu hérna á veröndinni við húsið, þar sem ekkert er að hafa nema steinsteypu og marmara. Það var enga plöntu að sjá þarna fyrir tveim vikum þegar við lögðum upp í Íslandsferðina, en svona leit hún út í dag þrátt fyrir að hitinn hafi suma dagana komist í 39°
Engin ummæli:
Skrifa ummæli