Nú hef ég ákveðið að gera hlé á þessum pistlaskrifum, það getur vel verið að ég taki upp þráðinn ein hverntímann seinna.
Kærar þakkir til allra sem hafa litið við í Stóradal.
Lítið eitt um tilveruna á bökkum Ölfusár og hvar annars staðar þar sem höfundur þessara pistla kann að stíga niður fæti í framtíðinni.
Nú hef ég ákveðið að gera hlé á þessum pistlaskrifum, það getur vel verið að ég taki upp þráðinn ein hverntímann seinna.
Kærar þakkir til allra sem hafa litið við í Stóradal.
Veður: 14/19,8° úrkoma 45,4. Í dag fengum við sýnishorn af haustveðri, talsvert mikla rigningu og kólnandi veður.
Veður: 17/25,7° úrkoma 6,2 mm.Þessi úrkoma féll í nótt, en í dag hefur verið þurrt og svolítil þokumóða í lofti, en sólin samt náð að sýna sig af og til.
Þessar myndir tók ég í dag á gönguferð hér í ValeMaior.
Veður: 10/29,6° Léttskýjað fram eftir degi, en er að verða alskýjað í kvöld.
Nú þegar bændur á Íslandi eru farnir að huga að því að taka upp kartöflurnar, þá eru bændur hér í landi farnir að taka maískólfana í hús. Kartöflurnar eru hinsvegar teknar upp á vorin hér í landi. Nágrannar okkar sem eiga maísakur hérna hinumegin við götuna voru í morgunn að taka sína maískólfa í hús. Kólfarnir eru ekki teknir fyrr en plantan er orðin þurr og brúnleit og þó plönturnar séu svona stórar bera hver þeirra ekki nema tvo kólfa.
Hér eru nágrannarnir að vinna við maísinn sinn.
Hér er til samanburðar mynd af maísplöntum, sem enn eru grænar og ferskar, ef grannt er skoðað sjást kólfarnir á mijum stönglinum.