Veður: 10/29,6° Léttskýjað fram eftir degi, en er að verða alskýjað í kvöld.
Nú þegar bændur á Íslandi eru farnir að huga að því að taka upp kartöflurnar, þá eru bændur hér í landi farnir að taka maískólfana í hús. Kartöflurnar eru hinsvegar teknar upp á vorin hér í landi. Nágrannar okkar sem eiga maísakur hérna hinumegin við götuna voru í morgunn að taka sína maískólfa í hús. Kólfarnir eru ekki teknir fyrr en plantan er orðin þurr og brúnleit og þó plönturnar séu svona stórar bera hver þeirra ekki nema tvo kólfa.
Hér eru nágrannarnir að vinna við maísinn sinn.
Hér er til samanburðar mynd af maísplöntum, sem enn eru grænar og ferskar, ef grannt er skoðað sjást kólfarnir á mijum stönglinum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli