Hér koma tölur yfir veðrið í júlímánuði, það sem vekur helst athygli er hversu næturhitinn er lágur miðað við árstíma..
31 júlí 2009
Veður í júlí
Hér koma tölur yfir veðrið í júlímánuði, það sem vekur helst athygli er hversu næturhitinn er lágur miðað við árstíma..
30 júlí 2009
29 júlí 2009
28 júlí 2009
27 júlí 2009
26 júlí 2009
24 júlí 2009
23 júlí 2009
22 júlí 2009
Rigning
14,8/23,1° úrkoma 11mm. þokusúld frameftir degi, en alvöru rigning síðdegis.
Mjög vel þegið að fá þessa vætu fyrir gróðurinn.
21 júlí 2009
20 júlí 2009
Kom á óvart.
10,9/35,1° léttskýjað.
Ég hélt að ég væri búinn að sjá allt sem skoðunarvert er í nágrannabænum okkar Albergaria, en í morgunn þegar leikfimiflokkurinn okkar fór í gönguferð að þessari þvottalaug sem myndirnar eru af sá ég að þar hafði ég á röngu að standa. Það er ótrúlegt að sjá hvað það hefur verið lagt mikið í að skreyta veggina við þvottalaugina.
19 júlí 2009
18 júlí 2009
Sólbað?
7,7/32,5↑8 léttskýjað.
Hér er mynd af litlu kisu þar sem hún fær sér blund eftir góðann morgunverð, gott að láta sólina skína á belginn meðan hann vinnur sitt verk.
17 júlí 2009
16 júlí 2009
15 júlí 2009
14 júlí 2009
Kattarþvottur.
11,1/29,6° léttskýjað/gola.
Eins og sjá má á þessari mynd sem ég tók í dag af honum Prins okkar og unglingnum sem ákveðið hefur að eiga hér heima getur þurft að þrífa ungviðið hvort sem því líkar eða ekki.
13 júlí 2009
12 júlí 2009
Betra bragð???
11/33,5° léttskýjað.
Myndin af þessum potti á hlóðum var tekin hjá nágrönnum okkar í dag, en ekki eins og ætla mætti snemma á síðustu öld. Fólkið staðhæfir að maturinn bragðist mun betur þegar eldað er á hlóðum en ekki yfir gasi eða rafmagni.
11 júlí 2009
10 júlí 2009
09 júlí 2009
08 júlí 2009
Mikill matur
11,9/32° léttskýjað.
Í dag fórum við í gönguferð með fólkinu sem við erum með í leikfimi og nokkur barnabörn voru með í för. Það var gengið að útivistarsvæði, þar sem eru borð og bekkir í skugga stórra trjáa , sem sagt mjög huggulegur útivistarstaður. Þetta er sirka hálftíma gangur á venjulegum gönguhraða , en við vorum eitthvað lengur því sumir eiga svolítið erfitt með gang, en það var heldur enginn sem sagði flýttu þér.
Fólkið tók svo mikinn mat með sér til að borða þarna að það var sendur bíll með nestið, en við Þórunn gátum borið okkar nesti einn banana og kexsköku og vatn til að drekka, en við erum ekki þáttakendur í þessari matarsamkeppni. Fólkið var líka með mikið af víni með sér, en það sér samt aldrei vín á nokkrum manni í svona ferðum. Það þykir bara sjálfsagt hér að drekka vín með mat. Þegar sessunautur minn bauð mér vín og ég afþakkaði og sagðist frekar vilja drekka vatn, sagði hann mér að vatn væri bara til að vökva gras en til að drekka notaði maður vín. Það er mikil samkeppni hjá konunum að vera með sem mestan mat með sér og svo er gengið um og reynt að fá fólk til að smakka á öllu. Maður verður að vera dálítið harður af sér að segja nei takk, því það er enginn vegur að gera öllum til geðs með því að bragða á öllu því sem í boði er. Ég set hér eina mynd af risaköku sem var fyrir framan mig á borðinu og ég varð að vera svo dónalegur að afþakka. Svo er mynd af borðinu sem við sátum við og að lokum, mér fannst svo flottur baksvipurinn á þessum vinum mínum að ég gat ekki stillt mig um að taka mynd af þeim Í gríni kalla ég þau litlu Gunnu og litla Jón, því þau eru mjög lágvaxin.
07 júlí 2009
06 júlí 2009
05 júlí 2009
Nýr kostgangari.
12,5/25,1° þokuloft og smávegis þokusúld af og til, en of lítil úrkoma til að regnmælirinn næði að mæla úrkomuna, en allavega gott fyrir gróðurinn að fá þessa rekju.
Það er að verða árvisst hér að það komi köttur hingað nær dauða en lífi vegna hungurs. Um þetta leiti í fyrra birtist hann Prins okkar hér grindhoraður og illa útlýtandi og vitanlega var honum gefið að borða og síðan hefur hann verið hér okkur til ánægju. Prins hefur greinilega verið vanur góðu atlæti, því hann er mjög gæfur og kelinn.
Þegar við komum heim úr íslandsferðinni í lok júní var svo kettlingur að sniglast hér í kring, grindhoraður og mjálmaði í sífellu vegna hungurs. Þessi kettlingur var styggur og var um sig, en er nú farinn að spekjast og er smásaman að treysta okkur. Kettlingnum var líka gefið að borða eins og prins fyrir ári síðan og hann unir hag sínum vel hérna og er greinilega ekki á förum á meðan hann getur gengið að mat sínum vísum á hverjum degi. Prins leyfir kettlingnum að borða með sér, hins vegar getur hann orði pirraður út í kettlinginn þegar hann vill vera að fljúgast á, en þá gefur hann unglingnum bara vink með annarri loppunni, eða bítur hann í hnakkadrambið til að fá frið. Á myndinni eru þeir félagarnir að næra sig.
04 júlí 2009
Sýning
03 júlí 2009
Víðara sjónsvið
11,2/29,8° léttskýjað í morgunn, en þokuloft síðdegis.
Var að leika mér að setja saman þrjár myndir teknar á sama stað í garðinum og fá með því víðara sjónarhorn.
02 júlí 2009
Laukur.
Veður: 15,6/33,8° léttskýjað.
Í dag tókum við upp laukinn, uppskeran í ár er mjög góð, en í fyrra var uppskeran fremur léleg.
Hvernig væri að elda lauksúpu einhvern daginn.
Þessi vó 750 gr.