10 september 2008

Takk fyrir innlitin

Nú hef ég ákveðið að gera hlé á þessum pistlaskrifum, það getur vel verið að ég taki upp þráðinn ein hverntímann seinna.

Kærar þakkir til allra sem hafa litið við í Stóradal.

3 ummæli:

lorýa sagði...

takk fyrir skrifin. alltaf gaman að lesa þig. vonandi heldurðu einhvertíma áfram. kveðja lorýa

Nafnlaus sagði...

Palli minn það er leiðinlegt að heyra að þú skulir hætta að blogga, ég leit inn flesta daga og las öll bloggin þín og hafði gaman af að fylgjast með og stend við það sem ég skrifaði á bloggfærslu no 2 á vordögum árið 2006, sem ég set inn hér að neðan, en við verðum áfram í sambandi og þannig fær maður fréttirnar
kveðja úr austri
Jón Grétar


"Halló Palli og til hamingju með nýju síðuna þína.

Mér líst mjög vel á, búinn að lesa allt sem komið er og hafði gaman af.
Þú átt örugglega eftir að skemmta þeim sem lesa með þínum frásagnarhæfileikum, og af nógu er að taka að segja frá daglegu lífi þeirra í Portugal, sem kom mér allavega mjög "spánskt" fyrir þessa 2 vetur sem ég bjó þarna í sveitinni, en ógleymanleg upplifun var það, svo ég tali nú ekki um að kynnast þér og Austukoti.
Áfram í skrifum Palli
kveðja úr AUSTRI
Jón Grétar"

Nafnlaus sagði...

Æ Palli minn ætlarðu að taka þér pásu. Ég þakka þér fyrir pistlana þína, en ég hef komið daglega í heimsókn þó ég hafi ekki alltaf gert vart við mig. Ég veit hinsvegar að þú ert ekki að fara langt svo ég kem áfram í heimsókn til ykkar í Austurkot.
Kær kveðja til ykkar Þórunnar.