03 mars 2009

Betlað

Veður: 0,5/19,7° léttskýjað,gola.

Við lávöruverðsverslun sem við verslum í að staðaldri hfa stundum verið sígaunar að betla og þeir hafa þá þann háttinn á að þegar maður kemur út úr versluninni með vörurnar í körfunni að elta mann að bílnum og betla með sínum sérstaka vælutón á meðan vörurnar eru settar inn í bílinn. Ég hef ekki séð sígaunana þarna lengi, enda er stuggað við þeim af verslunareigendum og lögreglu, hins vegar brá svo við í dag að tík af schafer kyni notaði sömu tækni og sígaunarnir. Við sáum hana liggja við útgöngudyrnar þegar við komum og um leið og það kom viðskiptavinur út úr versluninni fylgdi hún honum að bílnum og mændi biðjandi á meðan vörunum var raðað í bílinn. Þegar við sáum þetta ákváðum við að kaupa eitthvað til að gefa henni að borða þegar við kæmum út með vörurnar og fyrir valinu varð dós með niðursoðnum pulsum. Tíkin fylgdi okkur að bílnum og stóð og mændi sínum biðjandi augum á okkur og þegar hún heyrði hljóðið sem myndaðist við að opna dósina lifnaði yfir henni og svo gráðug var hún þegar ég rétti henni fyrstu pulsuna beit hún óvart í fingur á mér, en ekki neitt alvarlega, svo ég lét hana grípa pulsurnar sem eftir voru á lofti, það var ekkert verið að tyggja pulsurnar, þær fóru bara niður í maga í heilu lagi.

clip_image001

Þessa mynd af schaferhundi fann ég á netinu.

Engin ummæli: