Hér fyrir ofan eru tvær myndir, sú til vinstri er fyrir aðgerð, en sú sem er til hægri er eftir aðgerð. Eins og sjá má á fyrri myndinni var þessum trjám plantað of þétt á sínum tíma, svo þau urðu lauflaus á þeirri hlið sem ekki naut birtu vegna þrengslanna. Í gær ákváðum við að saga einn stofn af hvoru tré , en þau eru bæði margstofna til að fá bil á milli þeirra, í þeirri von að þau nái að laufgast á ný. Það sem sagað var af trjánum erum við búin að búta niður og verður notað í ofninn hér inni í vetur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli