Veður:4,5/22,9° hálfskýjað.
Tókum okkur frí frá garðinum í gær og fórum í ferðalag að Duro ánni, því landslagið og umhverfi árinnar er svo fallegt að það er hægt að fara þangað aftur og aftur til að njóta þeirrar fegurðar sem þar blasir við augum hvert sem litið er. Ég ætla ekki að setja inn landslagsmynd með þessum pistli, í þess stað er mynd af sérkennilegu hringtorgi sem við sáum í einum bænum sem við komum í. Það er alveg potþétt að það ekur enginn þvert yfir þetta hringtorg.
Mér finnst þessi brú svo fallleg að ég má til með að setja þessa mynd af henni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli