Veður: 2,6/23,3° léttskýjað.
Vinir okkar sem við erum með í leikfimi og hafa oft boðið okkur í mat buðu okkur að koma í mat í kvöld páskadag, eða við héldum að það væri venjulegur kvöldverður, en svo var ekki. Þetta boð var í tilefni þess að fólk frá kirkjunni kom að blessa heimilisfólkið og húsið. Þá er haft standandi hlaðborð með mörgum tegundum af kökum og brauði og stundum ýmsum smár´´ettum, en það er misjafnt frá einu heimili til annars. Kirkjunnar fólk les einhverja ritningargrein, en síðan er gengið með kross hringinn í kring um borðið og fólk kyssir krossinn, ég afþakkaði gott boð og sleppti því að kyssa krossinn. Þegar allir eru búnir að kyssa krossinn er sunginn sálmur og eftir þaðgæðir fókið sér á veitingunum. Húsmóðirin sem bauð okkur til sín sagðist vera búin að fara í þrjú svona boð í dag.
Hér sést hluti af fólkinu sem var saman kominn til að njóta blessunar og þeir sem veittu blessunina. Borðið með veitingunum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli