21 nóvember 2008

Barndómur?

Veður 5,1/21,5° léttskýjað.

Það var leikfimi í morgunn og við fengum nokkuð sæmilega hreyfingu, en eftir að við fengum nýjan kennara finnst mér oft vanta mikið upp á að æfingarnar standi undir því að geta talist leikfimi. Þetta gengur mest út á að dingla sér eitthvað og vera í leikjum. Ég hef svona verið að velta því fyrir mér hvort þessi stúlka hafi lært að kenna leikskólabörnum leikfimi og að ég sé ekki alveg nógu langt kominn í því ferli að vera genginn í barndóm á ný.

DSC01084 Hér er hluti hópsins í morgunn að dinglast með bolta. Kennarinn er til vinstri á myndinni í hvítum bol og bláum buxum. En það ætti ekki að leyna sér að hún er yngst ef frá er talið eitt Ömmubarn sem stundum er með okkur og æfingarnar ættu að hentta mjög vel, því hún er þriggja ára.

Engin ummæli: