Veður: 2,7/21,1° heiðskírt, en dálítil gola í dag.
Ég sló grasflötina í dag og mér finnst líklegt að þetta verði næst síðasti sláttur á þessu ári. Við hreinsuðum líka fallið lauf, því núna eru trén sem ekki eru sígræn að fella laufið.
Það er mikil hefð fyrir því hér í landi fyrir jólin að setja upp líkan af fjárhúsinu sem Jesús á að hafa fæðst í bæði á heimilum og oft úti á torgum. Í gær þegar við fórum í gróðrarstöðina tók ég mynd af þessum gripum sem þykja nauðsynlegir í fjárhúsið.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli