Veður -3,3/15,3° léttskýjað. Eins og sjá má á hitatölunum var ansi svalt í nótt og grasflatirnar hjá okkur voru alhrímaðar í morgunn.
Heimt úr helju, þegar síminn hringdi í dag og ég heyrði hver var í símanum fannst mér eins og ég væri að heimta viðmælanda minn úr helju, því í símanum var Sigrún dóttir Þórunnar, en síðatliðinn mánudag gekkst hún undir uppskurð til að láta fjarlægja æxli við heilann. Þó maður voni að sjálfsögðu að svona aðgerð takist vel og ekkert fari úrskeiðis, er samt mikill léttir að fá staðfestingu á að svo sé. Sigrún er enn þreytt og dösuð eftir aðgerðina, en er óðum að hressast.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli