20 nóvember 2008

Góð ferð.

Veður: 3,3/20,1° léttskýjað.

Þórunn átti uppástunguna að aðalverkefni dagsins og ég var fljótur að samþykkja þá góðu hugmynd, enda var ég sjálfur búinn að láta mér detta þetta í hug, svo kannski hef ég bara sent henni hugskeyti. Þessi góða hugmynd var að bregða sér niður á Barra, en það er strandbærinn okkar. Mér dettur í hug í sambandi við að taka svona til orða að fara niður á Barra, að það er ekkert meira niður á við en margt annað sem við förum, en svona málvenjur skapast oft. Ég minnist þess þegar ég átti heima á Selfossi var iðulega talað um að fara suður þegar talað var um að fara til Reykjavíkur, þó farið sé til vesturs, eða jafnvel norðvesturs en ekki í suðurátt. Nú er Barrinn nánast eins og draugabær, fáir á ferli og ekki nokkur maður á ströndinni. Á sumrin er erfitt að finna sér bílstæði, en í dag var það ekkert vandamál. Þó ekki sé fólk liggjandi á ströndinni láta karlarnir með stóru veiðistangirnar sig ekki vanta á hafnargarðinn, þeir eru iðnir við að dorga alla daga ársins.

 

DSC01074 Þessi hafnargarður er góður til gönguferða 900 metra langur og vinsæll staður fyrir fiskimenn.

DSC01077 Þarna voru alvöru fiskimenn á veiðum alveg við hafnargarðinn.

DSC01075 Þórunn að huga að myndavélinni.

DSC01079 Þessi bára hlýtur sömu örlög og allar þær sem á undan eru gengnar.

Engin ummæli: