Niðurstöður veðurmælinga í ágúst. úrkoma 7,6mm féll fyrsta dag mánaðarins, en síðan hefur ekki verið mælanleg úrkoma, þó nokkrum sinnum hafi ýrt úr þoku að morgni til. Meaðal daghiti 33,9 og hitamet mánaðarins í gær 43,5
31 ágúst 2009
30 ágúst 2009
Heitt
13,6/43,5° léttskýjað
Svona leit út útskrift af hitamælinum hjá mér í tölvunni þegar hitinn var farinn að síga niður á við. Þarna sést líka að hitinn inni var bara þægilegur þrátt fyrir þennan háa hita utandyra.
29 ágúst 2009
28 ágúst 2009
27 ágúst 2009
Sól og sjór.
26 ágúst 2009
Rusl
7,5/33,3° léttskýjað.
Þó talsvert hafi áunnist hér í landi varðandi umgengni er enn langt í land að hún sé viðunandi, eins og sjá má á þessari mynd sem ég tók í morgunn á gönguferð um fáfarinn skógarstíg þarna liggja tvær rúmdýnur í vegarkantinum og stinga illilega í augu í þessu náttúrlega umhverfi.
25 ágúst 2009
24 ágúst 2009
Sultugerð.
13,1/31,3°skýjaslæðingur frammeftir degi, alskýjað síðdegis og nokkrir regndropar en svo lítið að það var ekki mælanlegt nema þá með dropateljara.
Á þessari mynd sést marmelosið í pottinum þegar það er fullsoðið og tilbúið til að fara í krukkyrnar.
Í dag var sultugerðardagur í Austurkoti. Á myndinni er marmelos, en það er ávöxtur sem við ræktum og er mjög góður til sultugerðar.
Á þessari mynd sést marmelosið í pottinum þegar það er fullsoðið og tilbúið til að fara í krukkyrnar.
Í þessum potti er plómusulta, en hún er mjög fallleg á litinn og bragðast líka vel
Hér sést afrakstur dagsins, en það bætist við þetta á morgunn, því það er marmelos í potti sem lokið verður við að sjóða á morgunn.
23 ágúst 2009
22 ágúst 2009
21 ágúst 2009
Fíkjur
20 ágúst 2009
19 ágúst 2009
18 ágúst 2009
Veður
13,9/32,6° Það er orðinn fastur liður hér þessa daga að byrja daginn með þokulofti, sem sólin er búin að hrekja í burtu um ellefuleitið og þá er heiðskírt það sem eftirlifir dags.
17 ágúst 2009
16 ágúst 2009
15 ágúst 2009
14 ágúst 2009
13 ágúst 2009
Afmæli
14,8/38,3° léttskýjað.
í dag eru átján ár síðan ég flutti hingað til Portúgal. Mér fimmst þetta hafa verið góður tími sem ég hef átt hér, það hafa komið upp smávegis vandamál sem hefur þurft að leysa, en þegar ég lít til baka finnst mér þetta hafa verið mjög ánægjulegur og gefandi tími, hvort ég verð hér önnur átján ár hef ég ekki nokkra hugmynd um, það eina sem ég er ákveðinn í að gera er að njóta þeirra ára sem ég á eftir að vera hér.
Þetta stöðuvatn er í um það bil 25km. fjarlægð héðan. Þetta eru fjórar myndir sem eru settar saman í eina.
Þetta mynnismerki við vatnið er til mynningar um þá Portúgali sem flutt hafa úr landi, en þeir eru orðnir mjög margir á liðnum öldum
12 ágúst 2009
Heitt.
13,6/40,1° léttskýjað, hitanum tókst að skríða yfir 40° í dag, en það er búist við svalara lofti á laugardag.
11 ágúst 2009
10 ágúst 2009
09 ágúst 2009
08 ágúst 2009
07 ágúst 2009
06 ágúst 2009
05 ágúst 2009
04 ágúst 2009
03 ágúst 2009
02 ágúst 2009
01 ágúst 2009
Óvænt rigning.
14,4/26,9° úrkoma 7,6mm rigndi síðla nætur og aftur góð demba um tíuleitið, eftir það að mestu þurrt og sá til sólar af og til. Það er sjaldgæft að það rigni hér um slóðir í ágústbyrjun.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)