19 desember 2008

Annríki

2/15,6 Léttskýjað, gola í nótt og fram á morgunn.

Þetta var annasamur dagur, byrjuðum á að fara á litlujólin í leikfiminni.Það var vel mætt og byrjað ðá að gera æfingar og svo var dansað smástund áður en farið var að borða.

DSC01172 Við matborðið

DSC01159 Hitað upp

Næst lá leiðin á tölvuverkstæðið til að athuga hvernig gengi að gera við tölvuna, þá kom í ljós að harði diskurinn var ekki bilaður svo verið var að leita að bilun í einhverju öðru í tölvunni. Þetta varð til þess að ég ákvað að taka tilboði sem ég fékk þegar ég kom með tölvuna í viðgerð að setja upp fyrir mig nýja tölvu fyrir 415 Eu og hún á að vera tilbúin um hádegi á morgunn. Ótrúlegt að það standist.

Næst á dagskrá var að fara til Aveiro og kaupa nýjan mótakara fyrir sjónvarpið, ekki líkaði okkur við gripinn, svo við skiluðum honum aftur. Þaðan héldum við til Val edo Cambra, í búð sem við vorum í gær, en þar var gott úrval að móttökurum. Sölumanninum þar tókst ekki að finna rúv á tækinu á meðan við vorum þarna svo það varð að samkomulagi að við kæmum aftur á morgunn, svo honum gæfist betri tími til að athuga þetta.

Engin ummæli: