Veður: 2,9/13,3° úrkoma 29,6mm. Slagveðursrigning framyfir hádegi með dálitlum vindi, smáskúrir síðdegis og lygnt.
Tölvan mín er búin að vera dálítið morgunlöt upp á síðkastið, hefur þurft að gera nokkrar atrennur að því að vakna, en alltaf haft sig af stað að lokum þangað til í gær þá var engin leið að nudda henni til að vinna sín verk. Ég reyndi að nudda henni af stað bæði með góðu og illu, en árangurslaust. Þá var þrautalendingin að hringja í minn tölvumann í gærkvöldi og hann lofaði að líta hér inn klukkan tíu í morgunn og stóð sem næst við það var ekki nema einum og hálfum tíma á eftir áætlun sem verður að teljast mjög gott þegar hann á í hlut. Honum tókst ekki að fá tölvuna til að vinna eðlilega, svo hann tók hana með sér til frekari meðferðar og ég vona bara að honum takist að koma henni í lag sem fyrst. Núna vinn ég á fartölvuna, er búinn að tengja við hana stóra skjáinn, lyklaborðið og kúlumúsina, svo þetta bjargast í nokkra daga.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli