14 desember 2008

Jólaskreytingar

Veður: 1,3/8,5° úrkoma 9,6 mm. Skúraveður frameftir degi, en létti til undir kvöld.

Fórum út að borða í dag og fengum ágætis saltfiskrétt. Svona í leiðinni athugaði ég aðeins verð á tölvum, svona til að hafa það á hreinu ef svo ólíklega færi að tölvan mín væri alvarlega biluð. Góðar tölvur kosta frá 800-1000 eu, en hægt að fá þær allt niður í 300eu, en það eru ekki verkfæri sem ég væri sáttur við að nota.

Ég er að taka myndir af skreytingum í verslunum núna þessa dagana og læt tvær myndir fljóta með í dag.

Gangur í Continente

 DSC01133

Engin ummæli: