03 desember 2008

Íslenskt stýrikerfi

Veður: 3,2/13,6° úrkoma 17,2 mm. Það var rigning fyrri helming dagsins, en að mestu þurrt síðdegis og sólin fékk aðeins að minna á að hún væri enn til staðar.

Smá misskilningur varð til þess að ég var hjá tannlækni í dag. Síðast þegar hann gerði við hjá mér sagði hann að þessi viðgerð myndi ekki endast lengi og ég tól það svo að hann væri þá að tala um einn eða tvo mánuði, en í dag þegar ég var sestur í stólinn kom í ljós að hann meinti tvö til þrjú ár. Fyrst ég var sestur í stólinn hreinsaði hann aðeins þessar fáu tennur sem eftir eru, sennilega svo hann gæti með betri samvisku látið mig borga smávegis fyrir komuna. Eftir heimsóknina hjá tannlækninum fórum við til Aveiro og fengum okkur að borða og versla lítilræði.

Vinur minn benti mér á að hægt er að hafa á íslensku bæði stýrikerfið og office forritin og leiðbeiningar um að nálgast þetta, svo nú er þetta komið á íslensku að miklu leiti. Það tekur sjálfsagt svolítinn tíma að venjast þessu, en ætti að vera þægilegra þegar framlíður.

Engin ummæli: