Veður: -2,8/12,6° léttskýjað. Nú er svo að sjá að kuldakastið sem gengið hefur hér yfir skagann undanfarna daga ætli að taka sér smáhvíld. Þetta hafur verið með mestu vetrarhörkum sem hér koma og hér inni í landi er víða snjór yfir öllu. Við höfum notað okkur þessa daga að brenna í viðarofninum hér inni það sem tilfellur af trjánum hér í garðinum, en það dugir í svona fimm daga. Annars sjá loftkælingarnar/hitanirnar um að halda húsinu hjá okkur í þeim hita sem við óskum.
Við fréttum af því fyrir viku að hægt væri að ná sjónvarpi og útvarpi frá Rúv í gegnum gervihnött hérna. Við biðum ekki boðanna að fá mann til að stilla fyrir okkur gervihnattamóttakarann og þeir mættu hér í dag og nú getum við hlustað á rás 1 og 2, vantar bara kort í mótakarann fyrir sjónvarpsútsendinguna, því hún er send út rugluð, en vonandi fáum við það kort fljótlega. Það er svolítið undarlegt að geta allt í einu hlustað á íslenskt útvarp hér í Portúgal, en svona hjálpar tæknin til við að stytta fjarlægðir í heiminum.
2 ummæli:
oh ég öfunda ykkur af viðarofninum. við erum að vísu með arin en bara til skrauts, maður þyrfti að láta smiða inn í hann til að nota hann. hvar fáið þið kort í móttakarann og hvað kostar það? hér eru íslendingar að setja þetta upp en vilja fullt af evrum fyrir þetta. 690.- eingöngu fyrir rúv, rás 1 og rás 2. og 790.- ef maður ætlar að fá erlendar stöðvar líka.
Sæl Lorýa.
Það er hægt að setja ofnn inn í arinstæðið og þá nýtist brennið mun betur.
Við tökum sendinguna frá Rúv í gegnum stóran disk sem við erum með og þurfum ekki kort til að hlusta á útvarpið. Kortin fyrir sjónvarpið fást hjá Rúv, en ég veit ekki enn hvað þarf aðð borga fyrir kortið, dóttir mín er að athuga þetta fyrir okkur. Ég læt vita þegar kortið er komið og hvort það virkar í móttakarann sem við erum með.
Kveðja.
Skrifa ummæli