27 desember 2008

Tók sér hvíld.

Veður: 2/8,1° úrkoma 20,66 mm byrjaði að rigna um hádegi og hefur rignt samfellt síðan.. Það var dálítill vindur hér í nótt, allavega nægur til að leggja diskinn fyrir sjónvarpsmóttökuna á hliðina og svona leit hann út þar sem hann hvíldi í grasinu, hvíldinni feginn.

DSC01186

Diskurinn er búinn að standa af sér öll veður sem hér hafa komið í rúman áratug, en orsökin fyrir því að hhann féll nú held ég að sé að það var búið að snúa honum til suðurs svo við gætum hlustað á rúv í gegnum gervihnött og því hefur norðanáttin náð betri tökum á honum en meðan hann snéri ýmist í suðaustur eða suðvestur. Hver sem orsökin er, þarf að endurreisa hann og síðan að stilla hann á réttan hátt á ný, en þangað til því er lokið getum við bara horft á portúgalskt sjónvarp í gegnum annan disk. Það verður að bíða betra veðurs að koma þessu í lagi og sennilega verður að kalla til sérfræðing til að stilla diskinn af.

Engin ummæli: