Veður: 7,4/12,9° úrkoma 30,9 mm. skúrir.
Það er búið að rigna drjúgt hér að undanförnu og vegna þess að vatnsrás, eða skurði sem á að veita vatninu úr hæðunum hér fyrir ofan byggðina er ekki haldið við fáum við óvenjumikið vatn inn í garðinn okkar.
Það er greinilega ekki ástæða til að hafa áhyggjur af vökvun næstu daga.
Spurning hvort ekki sé tímabært að skipta yfir í vatnaliljur?
Útrennslið úr garðinum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli