20 febrúar 2009

Brunnurinn

Veður: 1,5/22° léttskýjað.

001

Eins og sjá má á þessari mynd er brunnurinn búinn að fá sína árlegu andlitslyftingu. Við hliðina á brunninum er steinsteypt ker sem var þarna þegar ég flutti hingað og hefur verið notað til að skola í þvott. Mjög fullkomið með tappa í botninum svo hægt væri að losa vatnið úr því með góðu móti og svo vatnið færi ekki til spillis í þurrkatíð var það látið renna út í garðinn til að vökva gróðurinn. Við brunninn var líka steypt þvottaker en það var svo mikið brotið að það var ekki annað að gera en farga því.

 

Engin ummæli: