Veður: 1,5/22,9° léttskýjað.
Í dag ætla ég að segja frá í máli og myndum hvernig við berum okkur að við að rækta lauk hér í Austurkoti. Fyrsta versi í ferlinu lauk fyrir nokkrum dögum, en það var að undirbúa jarðveginn.Samkvæmt ráðleggingum granna okkar ber að planta lauk á minnkandi tungli og því varð að drífa þetta af núna, eða þá að bíða í hálfan mánuð eftir að tunglið fari að minnka á ný.
Hér sést Þórunn á markaðnum í morgunn að kaupa laukplönturnar. Konan til vinstri á myndinni seldi plönturnar, en svo kom vinkona hennar til að veita henni stirk þegar kom að því að reikna út verðið. ´
Það var ekki mögulegt að fá að vita nákvæmlega hvað væru margir laukar í hverju búnti, hún sagði bara að þeir væru margir, svo við giskuðum bara á að það væru 100 í hverju búnti og keyptum því fjögur búnt, en það reyndist svo vera um 120 í hverju búnti. Við keyptum líka 50 púrruplöntur.
Svona er lauknum raðað og síðan er mokað yfir mold og þjappað að rótinni.
Hér sést laukbeðið að aflokinni plöntun, nú er bara að bíða eftir að hann vaxi og reita arfa af og til á meðan beðið er. Nú svo er bara að njóta ávaxta erfiðinsins eftir nokkra mánuði.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli