26 febrúar 2009

Ferðalag

Veður: 2,3/25,3° léttskýjað. Þetta er fyrsti dagurinn á þessu ári sem hitinn fer yfir 25°, en örugglega ekki sá síðasti.

Í gær fórum við í ferðalag 110 km hér norður í land til borgar sem heitir Guimaranse og hefur sér það helst til frægðar unnið að þar er sagt að Portúgal hafi fæðst. Með þessu er verið að vísa til þess að þarna vannst fyrsti sigur á márum, en þeir voru þá búnir að drottna yfir Portúgal um tíma. Þetta er skemmtileg borg og gaman að ganga um götur gamla bæjarins.

006

Það er  skjöldur á þessari kirkju sem segir að þarna hafi Portugal fæðst.

017

Á heimleiðinni komum við, við í þessum bæ sem heitir Ármót og er réttnefni, því bærinn stendur á þessum höfða þar sem tvær ár mætast. Eins og sjá má á myndinni var veðrið mjög gott.

 

Engin ummæli: