Veður: 0,8/20,9° léttskýjað.
Eftir matinn í dag fórum við niður að strönd til að athuga hvort ekki væri farið að lifna yfir mannlífinu þar og jú það var nokkuð margt um manninn á göngu í góða veðrinu, samt enginn farinn að liggja í sólbaði enn sem komið er.
Á þessari mynd sést fólk á gangi eftir hafnargarðinum, en aðrir taka lífinu með ró á veitingastaðnum, en allir njóta sjávarloftsins.
Það dettur sjálfsagt einhverjum í hug að þessi mynd af stórvirkum vinnuvélum hafi ég sett inn af misgáningi þar sem ég er að tala um strandlífið, en svo er ekki. Sandurinn í fjörunni þarna er svo fínn að hann fíkur alltaf til á hverjum vetri og færir þá í kaf gangbrautir sem eru í fjörukambinum, svo það verður að koma honum aftur á sinn stað í fjöruborðinu áður en strandgestir fjölmenna á staðinn og til þess eru þessi stóru verkfæri notuð.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli