11 febrúar 2009

Ensolarado

Veður: -0,8/16,3° heiðskírt, eða eins og það heitir hjá veðurstofunni hér í landi ensolarado, góð tilbreyting frá rigningu síðastliðinna daga. Það má ef til vill segja að veðrið í dag sé generalprufa fyrir vorið þó enn sé rúmur mánuður í að vorið taki við af vetrinum samkvæmt dagatalinu. Við notuðum góða veðrið til að vinna í garðinum og þegar ég var búinn að fá nóg af stritinu settist ég í sólstól úti á verönd til að hvíla mig.

001

Þessi mynd er dæmigerð fyrir Portúgal núna, blómstrandi tré og nýsáin akur.

003

Nærmynd af blóminu.

 

Engin ummæli: