30 október 2007
Skammdegi
Þegar ég hef verið að koma í stuttar heimsóknir til Íslands frá birtu og il í Portúgal, þá hef ég oft verið að fjasa um hvers konar orkubruðlaðar íslendingar væru. Þarna á ég við að fólk lætur ljós loga í öllum herbergjum híbýla sinna hvort sem nokkur er þar inni eða ekki, nú hins vegar þegar ég fer að dvelja hér til lengdar í skammdeginu sé ég að það er full þörf á að nota lýsingu svona mikið. Þegar ég vaknaði í morgunn klukkan að ganga níu var enn rokkið og ekkert við það að athuga, en þegar komið var hádegi og enn bara almennilega ratljóst inni og enn er talsvert langt í svartasta skammdegið varð mér ljóst að það er ekki að ástæðulausu að fólk lætur ljósin loga allan daginn.
28 október 2007
Heitt og kalt.
Snjóföl.
Í morgunn þegar ég leit út var komið aðeins snjóföl og það er í fyrsta sinn í tvö ár sem ég lít slíkt fyrirbæri augum. Snjórinn er falllegur og góð tilbreyting að fá hann núna og fá hvíld frá roki og rigningu sem ráðið hafa ríkjum að undanförnu í veðrinu. Það er verst með fylgikvillana sem fylgja snjónum og þar á ég við að það er oft erfitt að komast leiðar sinnar og svo er alveg ófrávíkjanlegt að það verður að vera kalt í veðri svo það sé snjór og mér líkar kalt veður ekki vel.
26 október 2007
Músagangur.
Fyrir nokkru fékk ég ný stafræn heyrnartæki, en þó þau gerðu það að verkum að ég heyrði mun betur en áður átti ég samt dálítið erfitt með að greina almennilega þegar ég hlustaði á tal og samræður, Þórunn kvartaði yfir að ég heyrði lítið betur en með gömlu tækjunum.
Í morgunn lét ég svo verða af því að fara á Heyrnar og talmeinastöðina og athuga hvort hægt væri að ráða bót á þessu vandamáli. Sérfræðingurinn tók tækin og tengdi við tölvu og hækkaði þá tíðni sem tal er á og nú finnst mér mun auðveldara að fylgjast með tali. Mér finnst merkilegt að það skuli vera mögulegt að stilla tækin á ákveðna tíðni, svo þau nýtist betur. Ég var hvattur til að koma aftur ef það væri eitthvað sem ég teldi að betur mætti fara.
Á heimleiðinni komum við, við hjá Blindrafélaginu og fengum lánaðan spilara til að hlusta á hljóðbækur sem við erum með að láni og þar næst fórum við á Sjónstöðina og það fengum við lánaða tölvu handa Þórunni, svo nú erum við komin með sitt hvora tölvuna eins og heima í Austurkoti.
Fyrir mér er tölvumús og tölvumús ekki það sama, mér finnst alveg ómögulegt að nota þessar venjulegu mýs sem verður að skarka með aftur á bak og út á hlið á borðinu og oftar en ekki komast ekki nógu langt svo það verður að lyfta þeim upp og byrja að nýju, nei ég vil sko hafa kúlumús sem alltaf er kyrr á sama stað á borðinu og nú er ég komin með eina slíka sem ég fékk hjá dóttur minni og þvílíkur munur að vinna við tölvuna núna.
Fórum í gönguferð í dag, en tvo undanfarna daga hefur ekki verið hundi útsigandi fyrir roki og rigningu, fengum að vísu smávegis slyddu í gönguferðinni í dag, svona rétt til að minna á að við værum á Íslandi í gönguferð.
Í morgunn lét ég svo verða af því að fara á Heyrnar og talmeinastöðina og athuga hvort hægt væri að ráða bót á þessu vandamáli. Sérfræðingurinn tók tækin og tengdi við tölvu og hækkaði þá tíðni sem tal er á og nú finnst mér mun auðveldara að fylgjast með tali. Mér finnst merkilegt að það skuli vera mögulegt að stilla tækin á ákveðna tíðni, svo þau nýtist betur. Ég var hvattur til að koma aftur ef það væri eitthvað sem ég teldi að betur mætti fara.
Á heimleiðinni komum við, við hjá Blindrafélaginu og fengum lánaðan spilara til að hlusta á hljóðbækur sem við erum með að láni og þar næst fórum við á Sjónstöðina og það fengum við lánaða tölvu handa Þórunni, svo nú erum við komin með sitt hvora tölvuna eins og heima í Austurkoti.
Fyrir mér er tölvumús og tölvumús ekki það sama, mér finnst alveg ómögulegt að nota þessar venjulegu mýs sem verður að skarka með aftur á bak og út á hlið á borðinu og oftar en ekki komast ekki nógu langt svo það verður að lyfta þeim upp og byrja að nýju, nei ég vil sko hafa kúlumús sem alltaf er kyrr á sama stað á borðinu og nú er ég komin með eina slíka sem ég fékk hjá dóttur minni og þvílíkur munur að vinna við tölvuna núna.
Fórum í gönguferð í dag, en tvo undanfarna daga hefur ekki verið hundi útsigandi fyrir roki og rigningu, fengum að vísu smávegis slyddu í gönguferðinni í dag, svona rétt til að minna á að við værum á Íslandi í gönguferð.
23 október 2007
Gamalt og nýtt.
Þá er búið að taka síður nærurnar í brúk og veitir ekki af til að halda á sér hita í gönguferðum. Í morgunn gengum við upp með Kópavogslæknum, þar til við komum á móts við smárann, þá fórum við til vinstri upp á hálsinn og þaðan tók ég myndina sem er hér á síðunni. Þessi mynd sýnir gamla og nýja tímann, litla húsið er byggt 1932 og hefur verið stórhýsi á þeim tíma, en sýnist agnarsmátt í samanburði við glerhöllina sem verið er að byggja í Smáranum og nýju kirkjuna við hliðina á litla húsinu.
22 október 2007
Smár en ræður samt.
Ég hef lítið gert að því að blogga eftir að ég kom til Íslands og til þess liggja aðallega tvær ástæður, sú fyrri var að mér þótti óþægilegt að skrifa á lyklaborðið á fartölvunni, en nú er búið að bæta úr þeim vankanti með að kaupa annað lyklaborð við fartölvuna. Númer tvö var að það var svo mikið annríki við að heimsækja fólk að það gafst lítill tími til að skrifa.
Nú eru allar forsendur breyttar, því ef upphaflega áætlunin sem við gerðum þegar við lögðum upp í Íslandsferðina hefði gengið eftir þá værum við að pakka niður í dag og legðum á stað heim á morgunn, en nú er búið að fresta heimkomunni til 28. nóvember, svo ég geti farið í meiri rannsóknir með blöðruhálskirtilinn. Svona er lífið, við erum að reyna að gera einhverjar áætlanir fram í tímann, sem standast misvel og í þessu tilviki er það blöðruhálskirtillinn sem vegur aðeins nokkur grömm að mínum 77 kílóum sem verður til þess að ég verð að breyta fyrri áætlun, en eins gott að taka fullt tillit til hans þó lítill sé ef ekki á að fara illa.
Það væsir ekki um okkur í þessu góða húsi sem við höfum til umráða hér og nú gildir að vera duglegur að nota þær stundir til útiveru þegar veðrið er sæmilegt, ég bið nú ekki um meira en það, enda væri það varla raunhæf ósk hér á landi. Það var mjög gott veður í g´r sunnudag og þá fórum við tvisvar í gönguferð og eins fórum við út í morgunn á meðan veðrið var skaplegt, eins gott því nú er komin grenjandi rigning og rok.
Ég læt það alveg vera að reyna að skrifa lýsingu á veðrinu hér á hverjum degi eins og ég gerði í Portúgal, því veðrið hér er svo breytilegt.
Nú eru allar forsendur breyttar, því ef upphaflega áætlunin sem við gerðum þegar við lögðum upp í Íslandsferðina hefði gengið eftir þá værum við að pakka niður í dag og legðum á stað heim á morgunn, en nú er búið að fresta heimkomunni til 28. nóvember, svo ég geti farið í meiri rannsóknir með blöðruhálskirtilinn. Svona er lífið, við erum að reyna að gera einhverjar áætlanir fram í tímann, sem standast misvel og í þessu tilviki er það blöðruhálskirtillinn sem vegur aðeins nokkur grömm að mínum 77 kílóum sem verður til þess að ég verð að breyta fyrri áætlun, en eins gott að taka fullt tillit til hans þó lítill sé ef ekki á að fara illa.
Það væsir ekki um okkur í þessu góða húsi sem við höfum til umráða hér og nú gildir að vera duglegur að nota þær stundir til útiveru þegar veðrið er sæmilegt, ég bið nú ekki um meira en það, enda væri það varla raunhæf ósk hér á landi. Það var mjög gott veður í g´r sunnudag og þá fórum við tvisvar í gönguferð og eins fórum við út í morgunn á meðan veðrið var skaplegt, eins gott því nú er komin grenjandi rigning og rok.
Ég læt það alveg vera að reyna að skrifa lýsingu á veðrinu hér á hverjum degi eins og ég gerði í Portúgal, því veðrið hér er svo breytilegt.
20 október 2007
Smitandi??
Ég fer að halda að ég hafi verið fljótur að smitast af íslandsæðinu, en þar á ég við að hér virðast allir vera að flýta sér og telja sér trú um að þeir hafi ekki tíma til neins, jafnvel þó ekkert sérstakt sé um að vera. Allavega kemur samfélagið hér mér þannig fyrir sjónir. Ég hlýt að vera orðin heltekinn af þessari vitleysu, því ég hef talið mér trú um að ég hafi ekki haft tíma til að blogga að undanförnu, en það hefur að vísu verið mikið að gera við að heimsækja fólk, því manni langar til að geta heilsað upp á sem flesta.
Samkvæmt áætlun stóð til að fara heim til Portúgals 23. þessa mánaðar, en nú er búið að fresta brottför héðan til 28. nóv vegna rannsóknar sem ég þarf að fara í vegna blöðruhálskirtilsins og mér finnst mun betra að fara í þessa rannsókn hér en í Portúgal, bæði er að ég treysti heilbrigðiskerfinu hér mun betur en því í Portúgal og svo er mikill munur að geta tjáð sig á sínu tungumáli.
Við erum svo heppin að hafa einbýlishúsið sem við erum búin að vera í síðan við komum hingað áfram á meðan við erum hér, svo það væsir ekki um okkur þó ég sakni Portúgals. Nú er bara að stilla sig inn á daglegt líf hér, það byrjaði eiginlega í dag með því að þrífa gólfin í íbúðinni og elda sér grjónagraut og borða með honum lifrarpylsu, sem bragðaðist mjög vel. Næst á dagskrá er að herða sig upp í að fara í gönguferðir, þó veðrið sé ekki alveg upp á það besta. Þegar maður ætlar að vera í einn mánuð hér, er í lagi að slá slöku við hreyfingu, en þegar útlit er fyrir að mánuðirnir verði tveir, gengur slíkt kæruleysi ekki upp.
Samkvæmt áætlun stóð til að fara heim til Portúgals 23. þessa mánaðar, en nú er búið að fresta brottför héðan til 28. nóv vegna rannsóknar sem ég þarf að fara í vegna blöðruhálskirtilsins og mér finnst mun betra að fara í þessa rannsókn hér en í Portúgal, bæði er að ég treysti heilbrigðiskerfinu hér mun betur en því í Portúgal og svo er mikill munur að geta tjáð sig á sínu tungumáli.
Við erum svo heppin að hafa einbýlishúsið sem við erum búin að vera í síðan við komum hingað áfram á meðan við erum hér, svo það væsir ekki um okkur þó ég sakni Portúgals. Nú er bara að stilla sig inn á daglegt líf hér, það byrjaði eiginlega í dag með því að þrífa gólfin í íbúðinni og elda sér grjónagraut og borða með honum lifrarpylsu, sem bragðaðist mjög vel. Næst á dagskrá er að herða sig upp í að fara í gönguferðir, þó veðrið sé ekki alveg upp á það besta. Þegar maður ætlar að vera í einn mánuð hér, er í lagi að slá slöku við hreyfingu, en þegar útlit er fyrir að mánuðirnir verði tveir, gengur slíkt kæruleysi ekki upp.
14 október 2007
Hvíslari
Það er ábyggilega löngu kominn tími til að ég láti vita af mér á blogginu, svona að minnsta kosti láta vita að ég sé ekki alveg hættur að senda línu þangað. Það hefur bara verið talsvert að gera í að heimsækja fólk og njóta samvistum við það, sem mér hefur fundist mikið mikilvægara en að sitja við tölvuna. Ég lít þannig á að ég geti setið við tölvuna þegar ég kem heim, en þá hef ég ekki tækifæri til að hitta ættingja og vini.
Ég er búin að fá ný heyrnartæki og það er mjög mikill munur hvað ég heyri betur með þeim en gamla tækinu, mér finnst það vera álíka munur og þegar ég fékk fyrst heyrnartæki. Maður gerir sér ekki almennilega grein fyrir því hvað heyrnin er orðin léleg fyrr en maður er búin að fá nýtt heyrnartæki og fer þá allt í einu að heyra umhverfishljóð sem maður hafði ekki hugmynd um. Ég heyri líka betur í sjálfum mér en áður, svo ég fór að lækka róminn, sem verður til þess að allir sem í kring um mig eru verða að fá sér heyrnartæki ef þeir ætla að heyra hvað ég er að hvísla, því ég talað víst fremur lágt áður. Málið er bara að mér finnst svo þægilegt að tala lágt, á erfitt með að beita röddinni.
Ég er búin að fá ný heyrnartæki og það er mjög mikill munur hvað ég heyri betur með þeim en gamla tækinu, mér finnst það vera álíka munur og þegar ég fékk fyrst heyrnartæki. Maður gerir sér ekki almennilega grein fyrir því hvað heyrnin er orðin léleg fyrr en maður er búin að fá nýtt heyrnartæki og fer þá allt í einu að heyra umhverfishljóð sem maður hafði ekki hugmynd um. Ég heyri líka betur í sjálfum mér en áður, svo ég fór að lækka róminn, sem verður til þess að allir sem í kring um mig eru verða að fá sér heyrnartæki ef þeir ætla að heyra hvað ég er að hvísla, því ég talað víst fremur lágt áður. Málið er bara að mér finnst svo þægilegt að tala lágt, á erfitt með að beita röddinni.
09 október 2007
Gullfoss
Það eru ansi slitrótt hjá mér skrifin í dagbókina núna, en það er bara svo mikið að gera við að heimsækja vini og ættingja og þá situr dagbókin bara á hakanu´.
Á laugardag fórum við upp í Grímsnes til að skoða sumarbústaðinn sem Sigrún dóttir Þórunnar og hennar maður Ragnar eru að byggja. Það var sterkur og kaldur norðan vindur þennan dag en við létum það ekki aftra okkur frá því að fara og skoða Gullfoss, fyrst við vorum komin svona nálægt honum
Sumarbústaðurinn.
Gullfoss er alltaf jafnfalllegur, maður meira að segja nýtur fegurðarinn jafnvel þó það sé norðangarri og varla stætt.
Hér er virkilega þregnt að Hvítá. Myndin er tekin við brúarhlöð.
Á laugardag fórum við upp í Grímsnes til að skoða sumarbústaðinn sem Sigrún dóttir Þórunnar og hennar maður Ragnar eru að byggja. Það var sterkur og kaldur norðan vindur þennan dag en við létum það ekki aftra okkur frá því að fara og skoða Gullfoss, fyrst við vorum komin svona nálægt honum
Sumarbústaðurinn.
Gullfoss er alltaf jafnfalllegur, maður meira að segja nýtur fegurðarinn jafnvel þó það sé norðangarri og varla stætt.
Hér er virkilega þregnt að Hvítá. Myndin er tekin við brúarhlöð.
05 október 2007
Austurkot
Þessi mynd er af íbúðarhúsinu í Austurkoti þar sem ég er fæddur og uppalinn, það var byggt við það nokkrum sinnum í áranna rás, en hefur ekki breytst í útliti síðan ég flutti úr sveitinni. Ég reyndi ap banka að dyrum, en það varenginn heima nema mjög vinalegur hundur, sem fór að leika listir sínar fyrir okkur.
Þessi mynd er tekin af hlaðinu í Austurkoti og horft til norðurs að Selfossi og Ingólfsfjalli. Krakkinn á hjólinu og hundurinn áttu leið þarna um þegar ég var að taka myndina. Ég mynnist þess að í æsku minni var talað um að fara yfir fjallið suður til Reykjavíkur eins og sagt var í Flóanum og þá var átt við að fara yfir Hellisheiði, en það vissi ég ekki þá, svo ég braut mikið heilann um það hvernig væri mögulegt að koma bíl yfir þetta fjall sem blasti við augum mínum. Nú veit ég betur.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)