Það eru ansi slitrótt hjá mér skrifin í dagbókina núna, en það er bara svo mikið að gera við að heimsækja vini og ættingja og þá situr dagbókin bara á hakanu´.
Á laugardag fórum við upp í Grímsnes til að skoða sumarbústaðinn sem Sigrún dóttir Þórunnar og hennar maður Ragnar eru að byggja. Það var sterkur og kaldur norðan vindur þennan dag en við létum það ekki aftra okkur frá því að fara og skoða Gullfoss, fyrst við vorum komin svona nálægt honum
Sumarbústaðurinn.
Gullfoss er alltaf jafnfalllegur, maður meira að segja nýtur fegurðarinn jafnvel þó það sé norðangarri og varla stætt.
Hér er virkilega þregnt að Hvítá. Myndin er tekin við brúarhlöð.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli