Í morgunn þegar ég leit út var komið aðeins snjóföl og það er í fyrsta sinn í tvö ár sem ég lít slíkt fyrirbæri augum. Snjórinn er falllegur og góð tilbreyting að fá hann núna og fá hvíld frá roki og rigningu sem ráðið hafa ríkjum að undanförnu í veðrinu. Það er verst með fylgikvillana sem fylgja snjónum og þar á ég við að það er oft erfitt að komast leiðar sinnar og svo er alveg ófrávíkjanlegt að það verður að vera kalt í veðri svo það sé snjór og mér líkar kalt veður ekki vel.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli