05 október 2007

Austurkot













Þessi mynd er af íbúðarhúsinu í Austurkoti þar sem ég er fæddur og uppalinn, það var byggt við það nokkrum sinnum í áranna rás, en hefur ekki breytst í útliti síðan ég flutti úr sveitinni. Ég reyndi ap banka að dyrum, en það varenginn heima nema mjög vinalegur hundur, sem fór að leika listir sínar fyrir okkur.













Þessi mynd er tekin af hlaðinu í Austurkoti og horft til norðurs að Selfossi og Ingólfsfjalli. Krakkinn á hjólinu og hundurinn áttu leið þarna um þegar ég var að taka myndina. Ég mynnist þess að í æsku minni var talað um að fara yfir fjallið suður til Reykjavíkur eins og sagt var í Flóanum og þá var átt við að fara yfir Hellisheiði, en það vissi ég ekki þá, svo ég braut mikið heilann um það hvernig væri mögulegt að koma bíl yfir þetta fjall sem blasti við augum mínum. Nú veit ég betur.
Posted by Picasa

Engin ummæli: