Hér koma myndir af húsinu sem við höfum til afnota meðan við erum á Íslandi. Það verður seint fullþakkaður sá höfðingsskapur að lána okkur þetta góða hús og einkabílinn meðan við erum á Íslandi. Þetta hús er í rolegu hverfi í Kópavogi. Nú bilur regn og rok á húsinu, svo það má með sanni segja aðð það sé ekki hundi útsigandi. Við erum búin að fá sýnishorn af flestum veðurbrigðum síðan við komum. Byrjuðum að fá norðanrok, næsta sýnishorn af verði var bjartviðri og stilla en kalt, það veður var bara í einn dag, hefði gjarnan mátt vera lengur og eins og ég sagði áður er núna rigning og rok, svo það vantar eiginlega ekkert upp á öll veðrabrigði nema hressilegan suðvestan éljagang, en ekkert af þessu kemur á óvart, ég var ekki búinn að gleyma hvernig veðrið á Fróni lætur.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli