06 september 2007

Ferðasaga II

Sunnudagurinn var notaður til fara á æskustöðvar Alcinu, en þeirra saknar hún enn þann dag í dag. Þetta svæði sem við fórum um í dag er fjöllótt eins og svæði sem við fórum um í gær. Í einum bænum sem við fórum um var mjög stórt yfirgefið verksmiðju hús og korngeymsla. Á þessu svæði var áður fyrr mikil kornrækt, en er með öllu aflögð, af einhverjum ástæðum standast Portúgalar ekki öðrum þjóðum snúning. Landbúnaðurinn á mjög undir högg sækja og svo virðist sem hann hægt og bítandi líða undir lok. Það hlýtur vera mikið umhugsunarefni fyrir Portúgala hvers vegna nágrannar þeirra á Spáni geta framleitt landbúnaðarvörur fyrir lægra verð en þeir. Loftslag og landkostir eru svipaðir, svo skíringarinnar hlýtur vera leita í mann fólkinu sem vinnur við framleiðsluna. Enn er talsverð ávaxtarækt á þessu svæði, en sama sagan þar framleiðnin ekki næg, svo það er viðbúið hún leggist líka af innan skamms tíma.
Í einum bænum heilsuðum við upp á systir Alcínu og hennar mann, en þau voru við vinnu í verslun sem sonur þeirra á svo það var ekki höfð löng viðdvöl þar. Næst var komið við í kirkju sem trónaði uppi á fjallstindi og gnæfði yfir nágrenni sitt, enda var útsýni frá kirkjunni alveg frábært. Þessi kirkja var byggð í þakklætisskini fyrir bæn sem rættist og er áheitakirkja. Kaþólska kirkjan kann vel nýta sér trúgirni fólks og er verið byggja gríðarmiklar tröppur upp kirkjunni og á sjö pöllum til beggja handa við tröppurnar eru lítil hús og í hverju þeirra eru styttur sem segja sögu píslargöngu Krists. Þetta fannst okkar Portúgölsku vinum mjög flott, en mér hefði fundist þessum peningum sem fara í þessa framkvæmd verið betur varið í líknarmál. Síðar um daginn komum við í kirkjuna í fæðingarbæ Alsínu, þar sátu þá nokkrar konur á bekkjum og voru fara með bænir, en svo vélrænn var bænalesturinn hjá þeim ég var lengi átta mig á hvort þetta væri flutt af segulbandi, eða kæmi frá þessum konum, en ef þetta gerir þeim gott þá er tilganginum náð. Þessi dagur var sannkallaður kirkjudagur hjá okkur, enda við hæfi á sunnudegi. Á heimleiðinni var stansað til sjá skrúðgöngu með líkneski úr öllum kirkjum í prófastdæminu, sennilega ekki færri en tuttugu tölu. Það var komið með líkneskin akandi á pallbílum og sjálfsögðu var búið skreyta líkneskin, eða fótstalla þeirra með litfögrum blómum. messu lokinni hófst svo skrúðgangan, í fararbroddi fóru tveir riddarar á hvítum hestum og það var mjög merkilegt sjá hestana ganga í takt við lúðrasveitina allan tímann.
Mér finnst þetta vera mikið prjál og minna á skurðgoðadýrkun og ég ómögulega séð hvað þetta hefur með trú gera, en fólkið hérna er mjög hrifið af þessu og það nýtir kirkjan sér til hins ýtrasta. Auðvitað gleymist ekki safna til kirkjunnar í leiðinni til standa undir kostnaði við allt prjálið.
Í hádeginu borðuðum við á veitingahúsi sem frænka José rekur ásamt eiginmanni sínum. Það fengum við mjög vel matreitt fjallalamb, svei mér ef það gaf nokkuð eftir því íslenska.
Um kvöldið áttum við svo rólega stund í húsinu góða.

Þá er kominn mánudagur og tími til leggja á stað heimáleið. Við komum við í stórmarkaði í Mirandela og þar hittum við ystur Manuels vínbónda, merkileg tilviljun í svo stórum sem Mirandela er.
Á leiðinnheim til Nariu og Manuel, en þar átti borða hádegismat var komið við hjá konu sem framleiðir kindaost og þar keyptu þau hjón eina tíu osta, því ostar sem framleiddir eru á þessu svæði eru þeir einu sem vert er leggja sér til munns.
Það endurtók sig sama sagan og í fyrra sinn sem við borðuðum hjá Mariu mjög mikill matur borinn á borð´
lokum vorum við svo leyst út með matar og víngjöfum og góðum óskum um vellíðan og góða heilsu. Það er mjög ánægjulegt hafa fengið tækifæri til heimsækja þetta góða fólk og kynnast örlítið lifnaðarháttum þess.

Engin ummæli: