19 september 2007

Kynjamisrétti?

Veður: 15,8°/33,2° heiðskírt, gola í nótt.

Í dag var undirbúningi Íslandsferðarinnar haldið áfram, farið í búðir til kaupa lítilræði sem við töldum okkur vanhagaði um.
Þar sem það er orðið svo lítið sem taka með sér í farangur þegar flogið er á milli landa, hef ég undanförnu verið svipast um eftir léttum náttslopp handa mér til taka með í ferðalagið, en án árangurs, svo í dag var gerð úrslitatilraun. Það er ekki sjá í verslunum hér annað komi til greina en karlar noti náttföt til sofa í um nætur, en ég er aftur á móti þeirrar skoðunar maður hátti áður en farið er í rúmið, en skipti ekki um föt. Það var sem farið í karladeildina í stórmarkaði í dag til leita slopp og á meðan leitin sloppnum stóð yfir fundust á mig flauelsbuxur, skyrta, peysa og skór á Þórunni og þar með var búið gefa upp alla von um finna sloppin, sem var eiginlega tilefni ferðarinnar. Leiðin kassanum var í gegnum náttfatadeild kvenna og auðvitað er sjálfsagt þær sveipi híalíni um sinn kropp á meðan ætlast er til við karlarnir séum í hnausþykku vaðmáli, sjálfsagt við hæfi það væri ofið úr hrosshári. Semsagt mitt vandamál leystist með því kaupa kvenslopp alveg fisléttan.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gott hjá þér Palli. Ég var einmitt að hugsa um hvort þú finndir ekki bara einhvern slopp sem þú gætir notað þó á kvenfólk sé ætlað. Sloppur er jú alltaf sloppur ekki satt???