21 september 2007

Tilbúin til brottfarar

Veður: 113,5°/30,2° léttskýjað í dag, en
I nótt var þrumuveður og gerði regnskúr með því en þetta stóð stutt.

Fórum í leikfimi í morgunn, en verðum af því góða gamni næstu fjórar vikurnar meðan við erum á Íslandi. Þegar heim kom hreinsaði ég svolítið í burt arfa af baklóðinni og á morgunn er meiningin slá grasflötina, svo verður bara ráðast hvernig þessu reiðir af næsta mánuðinn.
Manúel nágranni okkar ætlar líta til með húsinu á meðan við erum í burtu og venju kom hann hér í dag til fullvissa sig um hann væri með á hreinu hvernig á taka af og setja inn aftur öryggiskerfið ef til þess kæmi hann þyrfti fara inn í húsið. Sem sagt fastir liðir eins og venjulega áður en farið er til Íslands.

Engin ummæli: