13 september 2007

Vandrataður meðalvegurinn.

Veður: 12,2°/31,5° léttskýjað

Á dögunum þegar við fórum í heimsókn "á bak við fjöllin" sagði ég frá því að þar væri vani að bera á borð að minnsta kosti tvöfalt það sem áætlað væri að gestirnir gætu borðað, sem er í sjálfu sér ekki mjög skynsamlegt, en er víst kallað að vera rausnarlegur, gestrisinn og allt það. Við vorum boðin í mat í gærkvöldi og þar var allt annað uppi á teningnum, því það var skammtað eitt bjúga , eða pulsa á mann og var njög skinsamlegt, þó ég hefði ekki lagt í að gera slikt. Vinkona okkar var að kinna okkur þessar pulsur, en þær munu vera nokkuð vinsælar hér en við höfum ekki áður bragðað þær og satt að segja langar mig ekki að borða þær oftar. Hráefnið er klúklinga og svínakjöt ásamt brauði öllu hakkað saman ásamt kryddi reykt og í gær fengum við þetta grillað. Fyrir minn smekk er alt of mikið af brauði notað í þessa framleiðslu. Það var samt fróðlegt að bragða á þessu. með þessu var borið salat og soðin grjón.












Grilluðu bjúgun.













Setið til borðs. Þórunn, Arthur, Graca og Joana.
Posted by Picasa

Engin ummæli: