Það var langur dagur hjá okkur í gær, því við vöknuðum klukkan 5 til að leggja upp í ferðalagið til Íslands. Graca og Arthur mættu stundvíslega klukkan sex til að keyra okkur út á völl. Til London vorum við komin fyrir hádegi og þurftum svo að bíða þar eftir flugi til Íslands til klukkan að verða níu um kvöldið,Hér lentum við svo um klukkan ellefu. Hjörleifur sonur minn sótti okkur út á völl og fór með okkur til Sigrúnar dóttur Þórunnar. Það var gott að komast í rúmið eftir svona langan dag. Það fór ekki á milli mála að við vorum komin til Íslands þegar við komum út úr flugstöðinni í Keflavík, því þar tók á móti okkur sterkur og kaldur norðan vindur og það er búið að vera talsvert hvasst hér í Reykjavík í allan dag.
Í dag fór ég á heyrnar og talmeinastöðina til að láta mæla heyrnina hjá mér, niðurstaðan úr þeirri mælingu er að ég á að fá ný heyrnartæki. Þau fæ ég afhent 10. október.
Nú erum við komin í þetta fína einbýlishús í Kópavogi sem vinir okkar buðu okkur til afnota á meðan við erum hér á landi og ekki nóg með það heldur til að kóróna rausnarskapinn þá fylgdi líka bíll með í pakkanum.
Við erum komin með síma á meðan við erum hér og númerið er : 8574182.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli