Veður: 12,4°/35,6° heiðskírt
Fórum niður að strönd í dag til að fá okkur góðan göngutúr þar og svona til að vera viss um að ganga ekki um of á orkuforðann settumst við inn á pizzastað og fengum okkur næringu. Enn er slangur af fólki á ströndinni, enda veðrið mjög gott t. Það var samt fámennt miðað við það sem var í ágústmánuði.
Ég sá í fréttum frá Íslandi að göngur væru byrjaðar, svo ég hélt áfram að ganga þegar ég kom heim og fór þá í göngum með sláttuvélina. Semsagt gangnadagur í Austurkoti í dag, en í talsvert betra veðri en gangnamenn á Íslandi verða að búa við.
1 ummæli:
Gangnamenn hér vildu sjálfsagt fá eitthvað af hitanum hjá ykkur en ekki er ég nú viss um að þeir vildu alveg skipta.
Góða helgi kæru vinir.
Skrifa ummæli