14 september 2007

Hlusta ???

Veður: 14,1°28,4° þokuloft og skýjað fyrst í morgunn, en orðið léttskýjað um klukkan ellefu.

Í morgun var fyrsti leikfimitími hjá okkur eftir sumarfrí. Það var vinalegt að sjá allt gamla gengið á ný og ekki veitti af að liðka skankana svolítið og teygja sig og sveigja. Á myndinni her fyrir neðan sést hluti af hópnum bera saman bækur sínar eftir fríið. Raunar byrjar fólkið á að spjalla saman í hverjum tíma áður en æfingarnar hefjast. Fólkið hér virðist hafa mjög mikla þörf fyrir að tala, en talsvert minni þörf fyrir að hlusta, allavega virðist mér sem allir séu að tala en mjög fáir að hlusta á það sem sagt er, svo þetta verður oft eins og í fuglabjargi.

Posted by Picasa

Engin ummæli: