Veður: 8,9°/28,8° léttskýjað. Næsta veðurathugun frá Portúgal verður væntanlega ekki fyrr en seint í október, því veðurathuganamaðurinn er að fara í frí og enginn til að leysa hann af.
Notuðum síðasta daginn hér til að fara út að borða í hádeginu og svo aðeins að dingla okkur í búðum, það er allt fremur rólegt og afslappað hér í stórmörkuðunum. Það er dálítið einkennilegt að hugsa um hvað mannskepnan er mismunandi í útliti, þegar verið er á rölti í svona stórmarkaði og maður mætir hundruðum manna ,en samt eru engir tveir nákvæmlega eins í útliti.
Þetta verður þá síðasta bloggið héðan frá Portúgal að sinni og svei mér þá ef ég er ekki farinn að sakna Portúgals áður en ég er farinn þaðan.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Góða ferð, vona að allt gangi vel og að ferðin verði ánægjuleg og góð. Nú það er ekki síst óskandi að veðrið verði gott, verðum í sambandi, bestu kveðjur úr AZUL 9
Skrifa ummæli