03 september 2007

Komin heim

Veður: 10,2°/37,1° léttskýjað.
Þessi veðurathugun er fyrir þrjá daga, því við erum búin að vera á ferðalagi síðan á laugardagsmorgunn og komum heimsíðdegis í dag.
Við fórum þessa ferð með portúgölskum hjónum á heimaslóðir þeirra, þar sem kallað er á bak við fjöllin, en svæðið er allt mjög fjalllent, þannig að á þessum þrem dögum erum við nokkuð oft búin að fara upp á fjall og niður í dal, aka eftir dalbotni eða fjallshrygg. Vonandi kemur byrjun ferðasögunnar á morgunn. Læt fylgja með þessum pistli eina mynd úr ferðinni.


Engin ummæli: