Veður: 13,2°/26,8° skýjað.
Nú er fyrir alvöru farið að telja niður fyrir Íslandsferðina næsta sunnudag, búið að sækja ferðatöskurnar upp á geymsluloft og byrjað aðeins að pakka niður, það er minni hætta á að eitthvað gleymist ef pakkað er niður í rólegheitum.
Í morgunn lukum við, við að mála gluggana í húsinu, það er að segja Þórunn málar en ég get unnið undir málninguna, slípað og svoleiðis.
Ég klippti líka hekkið, svo það ætti að vera í lagi með það næstu fimm vikurnar.
2 ummæli:
Munið bara eftir hlýju fötunum. ég hlakka til að hitta ykkur. Góða ferð.
Hæ kæru vinir og frændur
Þór sagði mér að von væri á ykkur bráðlega. Mikið fannst mér það gaman. Við verðum endilega að hittast.
Fann bloggið ykkar aftur í dag og ætla að fylgjast með ykkur.
Kærar kveðjur
Áslaug og áhangendur
Skrifa ummæli