06 september 2007
Húsið
Húsið sem við höfðum til afnota
Svefnherbergi, eitt af þrem öll vel búin húsgögnum.
Eldhúsið.
Brú í Mirandela, byggð af Rómverjum.
Hjónin sem eiga þetta myndarlega hús sem við höfðum til afnota vinna í Sviss og eru búin að gera síðastliðin fimmtán ár og með sparsemi hefur þeim tekist að öngla saman fyrir þessu húsi, sem þau ætla sér svo að setjast að þí þegar þau hætta að vinna erlendis. Meðan þauvinna erlendis nota þau þetta hús í tvær til fjórar vikur á ári þegar þau eru í fríi, samt er húsið alveg fullbúið húsgögnum og einnig er fatnaður í skápum svo það þarf ekkert að taka með sér þegar farið er í frí. Í bílskúrnum er góður bíll og mótorhjól.
Það er mjög algengt að Portúgalir sem vinna erlendis hafi þennanhátt á, lifa mjög spart og leggja fyrir til að byggja sér hús í föðurlandinu. Til dæmis eru tvö hús hér í nágrenni við okkur sem svona er ástatt með, við sjáum líf þar í tvær ikur á hverju sumri, hinn tíma ársins líta ættingjar til með húsinu.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli