Veður: 14,4°/37,7° heiðskírt og aflandsvindur.
Það er búið að vinna óvenjumikið á þessum bæ í dag, komin út í garð upp úr klukkan átta í morgunn til að pæla land til að setja í kálplönturnar sem okkur voru gefnar í sveitinni þar sem við vorum í heimsókn. Það er svo heitt hérna núna að maður forðast að vinna úti um miðjan daginn. Kálplönturnar eru komnar á sinn stað, en eiga ósköp bágt í þessum mikla hita, þó ég reyndi að bleyta moldina eins og mögulegt er og gera skugga svo sólin brenndi þær ekki, en vonandi lifa þær þetta af. Næst var svo að þrífa bílinn og bóna, en á meðan ég var að bjástra við þetta sauð Þórunn niður epli.
Graca vinkona okkar kom svo í heimsókn síðdegis og hafði um margt að spjalla að vanda.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Elsku Palli minn og Þórunn. Mér finnst þið bera ykkur rosalega vel í þessum mikla hita en mikið held ég samt ð þið verðið nú fegin að komast í kælinguna hérna seinna í mánuðinum.
kær kveðja frá okkur Hauki.
Skrifa ummæli