Veður: 12,1°/30,8°þokuloft og smávegis skýjað í bland fyrst í morgunn, en léttskýjað síðdegis.
Í morgunn fór ég að hjóla á svæði sem ég kalla Flóann, því þetta er á óshólmasvæði Vougaárinnar og er marflatt ,með mörgum síkjum. Þetta minnir um margt á Flóann þar sem ég er fæddur og uppalinn, en er votlendara og fer mikið af því undir vatn á haustin og veturna þegar flóð koma í ána og því er engin byggð á þessu svæði, en landið er nytjað frá nærliggjandi sveitaþorpum, bæði til beitar og ræktunar. Það er ekki eins falleg fjallasýn þarna og er í mínum Flóa, þar sem sá til Eyjafjallajökuls, Þríhyrning, Heklu og á góðum dögum´sá alla leið inn til Jarlhetta á langjökli auk margra annarra fjalla.
Sér í eitt síkið í gegnum sef á bakkanum.
Mynd af hjólinu til að sýna hversu hávaxið sefið á síkisbakkanum er.
Mynd af hraðbraut sem ég þurfti að fara yfir til að komast í flóann.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli