23 október 2007

Gamalt og nýtt.

Þá er búið að taka síður nærurnar í brúk og veitir ekki af til að halda á sér hita í gönguferðum. Í morgunn gengum við upp með Kópavogslæknum, þar til við komum á móts við smárann, þá fórum við til vinstri upp á hálsinn og þaðan tók ég myndina sem er hér á síðunni. Þessi mynd sýnir gamla og nýja tímann, litla húsið er byggt 1932 og hefur verið stórhýsi á þeim tíma, en sýnist agnarsmátt í samanburði við glerhöllina sem verið er að byggja í Smáranum og nýju kirkjuna við hliðina á litla húsinu.

Engin ummæli: