07 nóvember 2007

Brunalykt

Ilmur í lofti vekur oft upp ýmsar minningar sem við tengjum við þann ilm, ilmvatnslykt vekur upp ljúfar minningar, angan af hangikjöti o og skötu minnir marga á jólin og þannig mætti endalaust telja. Hinsvegar í morgunn þegar ég fann lykt af brunnu skinni varð það til þess rifja upp fyrir mér þegar ég og uppeldisbróðir minn vorum svíða lambshausa og lappir í gamla daga. Nágranni okkar bjó svo vel eiga handsnúna smiðju sem við fengum láni til sinna þessu verki. Stundum kom það fyrir einhver hár væru eftir á hausnum þegar búið var svíða og þá var glóhitað járn og farið með það á þennan blett til fjarlægja hárin og þá kom þessi sérkennilega lykt af brunnu skinni. Nákvæmlega þessa sömu lykt fann ég í morgunn, en það var ekki verið svíða lambshaus, heldur mannshaus og það minn eigin, svo ég var þolandinn en ekki sem um svíða, en ferðin var sama, það var notað glóandi járn við svíða mig, þó það væri hitað með rafmagni í stað þess bregða því í kolaglóð.
Sem betur fer var tilgangurinn með því svíða minn haus ekki gera hann hæfan til átu heldur var verið fjarlægja það sem læknirinn kallaði ellismell af kinninni á mér og var ekki til prýði, en ferðin sem notuð var við þetta verk varð til vekja þessar minningar hjá mér.

Engin ummæli: