24 nóvember 2007

Takk fyrir vinarhug.

Ég þakka kærlega þeim sem hafa haft samband við mig og veitt mér stuðning í sambandi við veikindi mín, það er mikils virði finna góðvild og vinarhug fólks þegar erfiðleikar steðja að.

Ég hef oft spáð í hvernig ég myndi bregðast við ef ég sæti fyrir framan lækni og hann segði mér ég væri kominn með krabbamein, myndi ég brotna niður eða reyna bera nig mannlega. þarf ég ekki lengur velta vöngum yfir þessu, því ég er búinn ganga í gegnum þetta ferli og ég er eiginlega alveg hissa á mér hvað ég tók þessu létt og geri enn, hélt ef til vill ég fengi bakslag síðar, en það hefur ekki komið enn. Hjálpar mér sennilega ég hef talsverða trú á læknavísindin ráði við halda þessu í skefjum, þó ekki verði um bata ræða. svo lít ég líka þannig á ég búin lifa mörgu leiti þægilegu lífi það sem af er, allavega án allra stór skakkafalla og þegar maður er búinn lifa í 72. ár getur varla skipt höfuðmáli hvort árin sem eftir eru verða fimm tíu eða fimmtán, aðalatriðið er njóta þeirra daga sem eftir eru, hvort sem þeir verða fáir eða margir.

Engin ummæli: