05 nóvember 2007

Hurðir.

Það er eins og hurðir leggi mig í einelti þessa dagana og samt veit ég ekki til þess ég hafi gert þeim neitt til miska nema síður sé, því ég loka hurðum yfirleitt varlega og gæti þess þær skellist ekki. Sællar minningar þá lokaði útihurðin hér í húsinu mig úti síðastliðinn föstudag og alveg tilefnislausu því er mér fannst. Óttaleg smámunasemi vilja ekki opnast þó lykillinn væri innan við hurðina í stað þess vera utan við hana. En nóg um þessa hurð, en svo tók önnur hurð upp á því stríða mér í morgunn. Svo var mál með vexti ég átti tíma hjá tannlækni klukkan hálf tíu í morgunn. Tannlæknirinn er staðsettur á Laugaveginum í gömlu húsi innan við hlemm, eitt af þessum þar sem eru tveir inngangar hlið við hlið. Það var kaldur vestan strekkingur þegar við vorum þarna á ferð og hugsuðum okkur því gott til glóðarinnar komast í skjóli, eða öllu heldur láta feykja okkur í skjól. En þá sagði hurðarskömmin sem við reyndum við bara nei takk ég opna sko ekki fyrir ykkur. Við héldum tannlæknirinn hefði orðið of seinn og tróðum okkur inn í dyraskot til skjól fyrir kuldanum, en þegar tíu mínútur voru liðnar og ekki sást til tansa og við verða frosin í hel, litum við aftur á hurðina og þá kom í ljós við höfðum farið hurðarvillt og tannlæknirinn var búinn opna sína hurð fyrir löngu.
Það er auðvitað ekki rétt kenna saklausum hurðum um sinn aulahátt, en er ég alveg með það á hreinu hurðin hjá tannlækninum er græn en ekki rauð.

Engin ummæli: