Veður: - 1,9° / 17,8° léttskýjað og logn.
Við fórum í leikfimi í morgunn og það var mjög notalegt hversu vel var tekið á móti okkur, það voru margir sem föðmuðu okkur og kysstu og sögðust hafa saknað okkar mikið, sömu sögu er að segja af nágrönnum okkar þeir hafa heilsað okkur mjög innilega og sagt að þeir hafi sakna þess að sjá okkur ekki vera að stauta eitthvað í garðinum. Þetta er lítið og notalegt samfélag hér, það er búið að segja okkur frá þeim sem látist hafa á meðan við vorum fjarverandi og öðrum sem orðið hafa alvarlega veikir.
Myndina hér fyrir neðan tók ég í dag af blómi á camomilltrénu hér í garðinum, en það er að byrja að blómstra núna og verður með blóm fram á vor.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli