15 nóvember 2007



Undanfarið hefur mikið verið ritað og rætt um aðstöðu og aðbúnað aldraðra og ekki verið spöruð stóru orðin um skammarlega aðstöðu þeirra, ekki efast ég um að þar er margt sem betur má fara, en það verður líka að taka eftir því sem vel er gert og geta um það, ekki síður en það sem er miður gott.
Ég átti þess kost að koma á vinnustofu heimilisfólks á Hrafnistu í Reykjavík í gær og fannst sú aðstaða sem heimilisfólkinu er búin þar vera mjög góð. Þarna er opið frá klukkan níu til fjögur alla daga og fimm leiðbeinendur til að aðstoða fólkið, því færni margra sem eru að föndra þarna er talsvert farin að skerðast, svo þeir þurfa oft á aðstoð að halda, en það er gaman að sjá hvað margt er haganlega gert hjá þessu fólki.

Engin ummæli: